Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígar þann 20. Desember 2023 klukkan 19:21

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.

Það stefnir í að þetta eldgos verði stutt og það er venjulega þannig sem eldgos eru á Íslandi. Hugsanlega mun þessu eldgosi ljúka milli Föstudags og Mánudags, en það fer eftir því hvað gerist.

  • Hraunflæði frá þeim gígum sem eru að gjósa núna er í kringum 10m3/sek samkvæmt fréttum. Þetta er mjög lítið miðað við upphaf eldgossins.
  • Það sést á GPS gögnum að Svartsengi hefur lækkað um 80mm síðan á Mánudaginn. Þetta þýðir einnig að það er mikil kvika í Svartsengi sem getur gosið án viðvörunnar.
  • Jarðskjálftavirkni í sigdalnum er byrjuð aftur. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð en ég er ekki ennþá viss hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir þegar þessi grein er skrifuð.
  • Veðurstofan segir að eldgosið er stöðugt, þó svo að það sé lítið þegar þessi grein er skrifuð.
  • Hraunbreiðan er núna 3,7 km2 (ferkílómetrar) að stærð samkvæmt fréttum.
  • Samkvæmt Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, þá er kvikan sem er að koma upp aðeins þróaðri en kvikan sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það þýðir að kvikan stoppaði aðeins á leiðinni upp í jarðskorpunni og breytti efnasamsetningunni áður en eldgos hófst. Hægt er að lesa þessa rannsókn hérna á vefsíðu Háskóla Íslands.
  • Þetta er önnur gerð af hrauni en gaus þarna fyrir 2400 árum síðan. Afhverju það er veit ég ekki og það mun taka sérfræðinga nokkur ár að finna út afhverju það er, ásamt því að rannsaka þetta og birta vísindagreinar í vísindatímaritum um þetta.
Grænar stjörnur í sigdalnum við Grindavík og síðan fullt af rauðum og appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta í sigdalnum.
Jarðskjálftavirknin í Sigdalnum við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áhugavert að fjallið Þorbjörn heldur áfram að síga samkvæmt GPS gögnum frá því í dag (20. Desember 2023). Veðurstofan hefur gefið út nýtt kort með hættusvæðinu og er hægt að sjá það hérna á vef Veðurstofunnar.

Þetta eru allar þær upplýsingar sem ég veit um í dag (20. Desember 2023). Næsta grein um stöðu mála ætti að koma á morgun ef ekkert sérstakt gerist. Ef eitthvað gerist, þá mun ég reyna að birta nýja grein eins fljótt og hægt er.