Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember 2023 klukkan 03:01. Upplýsingar í þessari grein geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.
- Sprungan er um 4000 metra löng (4 km) samkvæmt fréttum.
- Eldstöðin sem er að gjósa er Svartsengi. Á sumum kortum er þessi eldstöð sett saman við Reykjanes eldstöðina.
- Þetta er stærsta eldgosið á Reykjanesskaga sem hefur orðið hingað til.
- Hraunið flæðir að mestu til austurs, í burtu frá vegum og innviðum. Það getur samt breyst án viðvörunnar.
- Það er mikil gasmengun í þessu eldgosi. Þetta gas er hættulegt fólki og dýrum.
- Flæði hrauns úr gígnum er frá um 100m3/sek til 200m3/sek.
- Sprungan er farin að búa til gíga. Þessi gígamyndun mun halda áfram eftir því sem eldgosið heldur áfram.
- Það er ennþá hætta á því að sprungna lengist suður í áttina að Grindavík. Það er hinsvegar ekki hægt að vita hvort að það muni gerast.
Ég mun skrifa nýja uppfærslu á morgun (19. Desember) þegar ég hef nýrri upplýsingar um stöðu mála og sé hvernig eldgosið hefur þróast og ég veit meira um stöðu mála.