Staðan á virkninni í Hagafelli þann 17. Janúar 2024 klukkan 02:57

Ég afsaka hvað þessi grein er seint á ferðinni. Ég hef verið að vinna í því að setja upp nýja þjóna tölvu hjá mér og það hefur tekið lengri tíma en ég reiknaði með.

Eldgosinu lauk eftir aðeins 41 klukkustund frá því að það byrjaði. Hraunið brenndi þrjú hús og olli skemmdum á vegum og öðrum innviðum í Grindavík, það er köldu vatni, heitu vatni og síðan rafmagni. Nýr sigdalur myndaðist austan við þann sigdal sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023. Niðurstaðan af því er sú að Grindavík er núna orðin stórhættuleg og ekki hægt að fara þar um með neinu öryggi. Þar sem þarna eru sprungur sem eru allt að 40 metra djúpar áður en komið er niður á grunnvatn. Það er erfitt að lesa í GPS gögn, þar sem allt svæðið er orðið beyglað og brotið eftir umbrotin sem hófust þann 10. Nóvember 2023 og síðasta eldgos hefur aukið á þau umbrot. Svæðið er að færast upp eða niður, eftir því hvort um er að austan eða vestan við sigdalina. Það mun taka nokkra daga að sjá hversu hröð þenslan er í Svartsengi núna. Kvikan sem gaus núna virðist hafa komið frá Skipastígahrauni og Eldvörpum í sillu sem er þar undir, vestur af því svæði þar sem gaus núna við Hagafell. Það virðist sem að sillan sem er undir Svartsengi hafi ekki hlaupið núna í þessu eldgosi, þar sem ekkert sig mældist við eldgosið þar í kjölfarið á þessu eldgosi.

Hámarkstími þangað til að næsta eldgos verður er 30 dagar, með skekkjumörkum upp á hámark átta daga. Þetta tímabil gæti þó verið styttra, þar sem þenslan er að aukast. Það er samt mikil óvissa í þessu, vegna þess hvernig jarðskorpan er orðin við Grindavík.

Kort af sigdalnum við Grindavík og tengdum sprungum. Kortið sýnir einnig nýjan sigdal sem er austan við sigdalinn sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023.
Sprungur og sigdalir við Grindavík. Höfundarréttur þessar mynda tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosin eru að færast suður með þessu svæði og það eru slæmar fréttir þar sem næsta eldgos verður þá inni í Grindavík og niður að höfninni, þegar næsta eldgos verður eftir rúmlega 30 daga. Staðan núna er sú að ekki er hægt að búa í Grindavík vegna þess hversu hættulegt það er vegna sprungna. Það hefur einnig orðið meiriháttar tjón á innviðum í Grindavík og að auki, þá hefur bæst í það tjón sem var fyrir á húsum, vegum og fleiru.

Staðan við Sundhnúkagíga þann 22. Desember klukkan 21:38

Þetta er stutt grein um stöðu mála við Sundhnúkagíga eftir því sem ég best veit. Þessi grein getur orðið úrelt án viðvörunnar. Þessi grein er skrifuð þann 22. Desember 2023 klukkan 21:39.

Þenslan er hafin aftur í eldstöðinni Svartsengi og það virðist sem að þenslan hafi jafnvel hafist áður en eldgosinu lauk við Sundhnúkagíga. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er þenslan aðeins um 5 til 8mm á dag, áður en eldgosið hófst þá var þenslan um 10mm á dag en það hafði hægst talsvert á þenslunni áður en það fór að gjósa og nýtt kvikuinnskot myndast. Það munu ekki öll kvikuinnskot koma af stað eldgosum en plássið fyrir kvikuna er mjög lítið eftir kvikuinnskotið sem varð þann 10. Nóvember. Þar sem það kvikuinnskot virðist hafa notað upp allt plássið í jarðskorpunni í sigdalnum á þessu svæði þar sem sigdalurinn myndaðist þann 10. Nóvember 2023.

Rauðir og appelsínugulir punktar í sigdalnum í dag sem sýnir mjög mikla virkni sem er þarna að eiga sér stað.
Jarðskjálftavirkni í sigdalnum við fjallið Þorbjörn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni jókst í sigdalnum um leið og það fór að draga úr eldgosinu í Sundhnúkagígum. Það þýðir að mínu áliti að kvikan í Svartsengi er að leita sér að leið út og reyna að gjósa öll á sama tíma, eða mögulega eins nálægt því og hægt er. Það virðist sem að 4,1 km löng sprungan sem myndaðist í eldgosinu þann 18. Desember hafi ekki verið nóg fyrir þann þrýsting sem er í eldstöðinni Svartsengi þegar þessi grein er skrifuð. Þetta er áhugavert en gæti einnig verið vísbending um það að þetta svæði sé að verða mjög hættulegt. Ég tek það einnig fram að ég veit ekki hvort að þetta gerist, þar sem vísbendingar eru eitt og síðan það sem gerist er allt annað.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og ég get.

Staðan í eldgosinu við Sundhnúkagíga þann 19. Desember 2023

Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember 2023 klukkan 03:01. Upplýsingar í þessari grein geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Sprungan er um 4000 metra löng (4 km) samkvæmt fréttum.
  • Eldstöðin sem er að gjósa er Svartsengi. Á sumum kortum er þessi eldstöð sett saman við Reykjanes eldstöðina.
  • Þetta er stærsta eldgosið á Reykjanesskaga sem hefur orðið hingað til.
  • Hraunið flæðir að mestu til austurs, í burtu frá vegum og innviðum. Það getur samt breyst án viðvörunnar.
  • Það er mikil gasmengun í þessu eldgosi. Þetta gas er hættulegt fólki og dýrum.
  • Flæði hrauns úr gígnum er frá um 100m3/sek til 200m3/sek.
  • Sprungan er farin að búa til gíga. Þessi gígamyndun mun halda áfram eftir því sem eldgosið heldur áfram.
  • Það er ennþá hætta á því að sprungna lengist suður í áttina að Grindavík. Það er hinsvegar ekki hægt að vita hvort að það muni gerast.

Ég mun skrifa nýja uppfærslu á morgun (19. Desember) þegar ég hef nýrri upplýsingar um stöðu mála og sé hvernig eldgosið hefur þróast og ég veit meira um stöðu mála.

Staðan í Grindavík Miðvikudaginn 22. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðu mála Miðvikudaginn 22. Nóvember 2023. Greinin er skrifuð klukkan 22:46. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Það er lítið að frétta þessa stundina. Það er að mestu leiti vegna slæms veðurs. Færsla kvikugangsins virðist hafa tafist eða stöðvast. Það er ekki hægt að vera alveg viss eins og er þessa stundina. Það er þó möguleiki að þetta gæti verið það eina sem gerðist núna. Það er erfitt að vera viss um stöðu mála eins og er.

Nýtt kort af hættusvæðinu sem er í kringum Grindavík. Rauða er núna rétt norð-austan við bæinn. Ásamt fjólubláa sem er norð-austan við bæinn og nær talsvert norður með. Rauða er allan kvikuganginn norður með.
Hættusvæðið í kringum Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í Svartsengi stöðvaðist á síðustu 24 klukkutímum. Þetta gæti verið vegna áhrifa af veðri eða þá að þenslan hefur stöðvast af öðrum ástæðum og hugsanlega er eitthvað að fara að gerast við Sundhnúkagíga. Ég er ekki viss hvað er. Hættan á því að þetta sé truflun vegna veðurs er frekar lítil (rigning, snjór).

Fluglitakóðinn fyrir eldstöðina Reykjanes hefur verið færður niður á gulan.

Yfirlitsmynd af eldstöðvum á Íslandi sem eru allar grænar með eldstöðin í Reykjanesi sem er með gulan litakóða fyrir flug.
Fluglitakóði fyrir eldstöðvar á Íslandi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staða mála í Grindavík og við Sundhnúkagíga og á nálægu svæði getur breyst án nokkurs fyrirvara eða viðvörunnar. Þar sem jarðskorpan á þessu svæði er mjög brotin, þá er ekki mikil mótstaða fyrir kvikuna ef hún fer af stað upp jarðskorpuna í nálægri framtíð.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar eins fljótt og ég get.

Staðan í Grindavík Mánudaginn, 20. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt. Þessi grein er skrifuð Mánudaginn 20. Nóvember 2023 klukkan 23:45.

Truflanir vegna veðurs

Slæmt veður kemur í veg fyrir að litlir jarðskjálftar mælast á Reykjanesinu og það mun ekki lagast fyrr en á Fimmtudaginn 23. Nóvember 2023.

Dagleg uppfærsla

  • Það hefur ekki verið mikil breyting síðan í gær. Þetta er eðlilegt.
  • Þensla í Svartsengi er kominn upp í rúmlega 30mm/á dag frá því sem var en þenslan var um 15mm/á dag.
  • Það tók 17 daga frá 25, Október og fram til 10. Nóvember þegar haftið sem hélt aftur af kvikunni undir Svartsengi brast og olli kvikuhlaupinu inn í Sundhnúka og fram til Grindavíkur.
  • Það er spurning hvað gerist þegar næstu 17 daga koma upp. Þar sem hvað svo sem heldur aftur af kvikunni núna mun brotna á og þá mun ferlið sem fór af stað þann 10. Nóvember byrja aftur og mun hugsanlega fara inn í sama kvikuganginn aftur. Það gæti myndast nýr kvikugangur við hliðina á kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember. Það er ekki stór möguleiki en hann er til staðar.

Aðrar upplýsingar

Það hafa ekki verið birtar miklar upplýsingar í dag og ég sé ekki mikið gerast á jarðskjálftamælum í kringum Grindavík og á því svæði þessa stundina.

Kort Veðurstofunnar um hættusvæðið í Grindavík og í kringum það svæði. Það er Hættusvæði A, sem er hætta vegna jarðhræringa. Hættusvæði B, sem er hætta vegna eldgosavár, þar sem sprungur og eldgos geta hafist án fyrirvara. Eldgosa gas. Hættusvæði C, sem er svipað og hættusvæði B en meiri líkur á að eldgos hefjist og þarna þarf að fara inn með gasgrímur og gasmæla.
Kort Veðurstofunnar um hættusvæðið í Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er þekkt að fyrir eldgos kemur svona rólegt tímabil áður en eldgos hefst. Af hverju það er ekki almennilega þekkt. Það gæti ekki gosið en það er ólíkleg niðurstaða, þar sem innflæði kviku er of mikið og kvikan er kominn of nálægt yfirborðinu. Það er einnig of mikið innflæði af kviku inn í Svartsengi til þess að það gjósi ekki þarna. Þetta er eins og ég sé stöðuna núna.

Staðan í Grindavík þann 16. Nóvember 2023

Þetta er mjög stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 16. Nóvember 2023.

Staða mála er að mestu leiti eins og í gær (15. Nóvember 2023) en nokkrir hlutir gerðust og það er nóg fyrir mig til þess að skrifa þessa grein.

  • Brennisteinstvíoxíð hefur mælst í einni af borholum í Svartsengi. Þessi borhola liggur undir Hagafell og nær á 2,5 km dýpi. Það þýðir að kvikan er kominn það grunnt í jarðskopruna. Ég held að þetta sé borhola fyrir kalt vatn en ég þekki ekki hvernig grunnvatn er tekið á svæðinu í gegnum borholur. Grunnvatn á svæðinu er ekki á meira dýpi en 1,9 til 3 km dýpi held ég.
  • Það er búist við eldgosi á svæðinu næstu klukkutíma til daga samkvæmt nýjum mælingum Veðurstofu Íslands.
  • Grindavík heldur áfram að síga og samkvæmt fréttum þá er mesta sigið milli daga í kringum 25 sm.
  • Mbl.is (Morgunblaðið) birti í dag myndskeið af sprungum í Grindavík. Það er hægt að sjá það hérna.

Staðan núna er að mestu leiti hljóðlát en það getur breyst án fyrirvara á næstu klukkutímum til dögum. Þar sem jarðskjálftavirkni bendir sterklega til þess að kvikan sé að leita leiða upp á yfirborðið eftir öllum kvikuganginum. Á meðan kvikan er kominn eins grunnt og 400 til 500 metra í jarðskopruna. Þá er ekki nóg af kvikunni til þess að hefja eldgos. Það getur breyst án fyrirvara og viðvörunnar hvenær sem er.

Ég mun setja inn uppfærslur eins fljótt og ég get ef eitthvað gerist.

Staðan í Grindavík þann 15. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 15. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Almennt, þá hefur ekki mikið breyst síðan í gær (14. Nóvember 2023).

  • Það hefur ekki orðið nein breyting á jarðskjálftavirkni í kvikuganginum við Grindavík. Það er sterkur vindur á svæðinu og það veldur því að minni jarðskjálftar sjást ekki á mælum Veðurstofunnar.
  • Hluti hafnar Grindavíkur er farinn að síga samkvæmt fréttum. Hversu mikið veit ég ekki en það gæti verið talsvert sig.
  • Hraði sigs í Grindavík hefur aukist frá 7 sm á sólarhring í 12 sm á sólarhring samkvæmt fréttum. Sum svæði innan Grindavíkur hafa lækkað um 2 metra eða meira.
  • Innflæði kviku er ennþá 75 m3/sek inn í kvikuganginn samkvæmt fréttum í dag. Þetta er mikið innflæði af kviku inn í kvikuganginn. Í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015, þá var flæði kviku í því eldgosi um 90 m3/sek þegar mest var.
  • Samkvæmt frétt á mbl.is. Þá virðist sem að kvika sé að flæða beint upp úr megin kvikuhólfinu á 20 til 40 km dýpi á þessu svæði á Reykjanesskaga. Hægt er að lesa þá frétt hérna.
  • Hluti af Grindavík hefur tapað rafmagninu, ásamt heitu og köldu vatni vegna sigs og annara hreyfinga á jarðvegi og jarðskorpu á þessu svæðum innan Grindavíkur. Það á að reyna bráðabirgðaviðgerð á morgun ef aðstæður leyfa.
  • Eldgos gæti orðið við Sundahnúka eða Hagafell. Þar er mesta innflæði af kviku samkvæmt Veðurstofu Íslands og fréttum.
  • Það verður líklega eldgos í mörgum gígum á sama tíma. Miðað við það sem ég er að sjá í þessari atburðarrás. Það þýðir að hraun mun ná yfir stærra svæði á minni tíma þegar eldgos hefst. Eldgosin í Geldingadal, Meradölum og síðan við Litla-Hrút voru lítil eldgos þar sem það var bara einn gígur sem gaus.
  • Það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að kvikan nái upp til yfirborðs og fari að gjósa. Það er óljóst hvað það er. Hinsvegar er kvika kominn á 500 metra dýpi eða grynnra samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þetta litla dýpi þýðir að eldgos getur hafist án mikillar viðvörunnar eða án þess að tekið sé eftir því í kvikuganginum.

Það er möguleiki á því að hluti af Grindavík fari undir sjó eftir því sem hlutar af bænum halda áfram að síga niður. Þegar eldgosið hefst, hvað fer undir hraun veltur alveg á því hvar eldgosið kemur upp og er alveg handahófs kennt og ekki hægt að segja til um það hvar hraunið rennur.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get. Ef eitthvað gerist á morgun, þá mun ég skrifa um það. Annars ætla ég að skrifa næst grein þann 17. Nóvember 2023. Þar sem breytingar á milli daga eru ekki það miklar þessa stundina.