Staðan í Grindavík Miðvikudaginn 22. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðu mála Miðvikudaginn 22. Nóvember 2023. Greinin er skrifuð klukkan 22:46. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Það er lítið að frétta þessa stundina. Það er að mestu leiti vegna slæms veðurs. Færsla kvikugangsins virðist hafa tafist eða stöðvast. Það er ekki hægt að vera alveg viss eins og er þessa stundina. Það er þó möguleiki að þetta gæti verið það eina sem gerðist núna. Það er erfitt að vera viss um stöðu mála eins og er.

Nýtt kort af hættusvæðinu sem er í kringum Grindavík. Rauða er núna rétt norð-austan við bæinn. Ásamt fjólubláa sem er norð-austan við bæinn og nær talsvert norður með. Rauða er allan kvikuganginn norður með.
Hættusvæðið í kringum Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í Svartsengi stöðvaðist á síðustu 24 klukkutímum. Þetta gæti verið vegna áhrifa af veðri eða þá að þenslan hefur stöðvast af öðrum ástæðum og hugsanlega er eitthvað að fara að gerast við Sundhnúkagíga. Ég er ekki viss hvað er. Hættan á því að þetta sé truflun vegna veðurs er frekar lítil (rigning, snjór).

Fluglitakóðinn fyrir eldstöðina Reykjanes hefur verið færður niður á gulan.

Yfirlitsmynd af eldstöðvum á Íslandi sem eru allar grænar með eldstöðin í Reykjanesi sem er með gulan litakóða fyrir flug.
Fluglitakóði fyrir eldstöðvar á Íslandi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staða mála í Grindavík og við Sundhnúkagíga og á nálægu svæði getur breyst án nokkurs fyrirvara eða viðvörunnar. Þar sem jarðskorpan á þessu svæði er mjög brotin, þá er ekki mikil mótstaða fyrir kvikuna ef hún fer af stað upp jarðskorpuna í nálægri framtíð.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar eins fljótt og ég get.