Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt. Þessi grein er skrifuð Mánudaginn 20. Nóvember 2023 klukkan 23:45.
Truflanir vegna veðurs
Slæmt veður kemur í veg fyrir að litlir jarðskjálftar mælast á Reykjanesinu og það mun ekki lagast fyrr en á Fimmtudaginn 23. Nóvember 2023.
Dagleg uppfærsla
- Það hefur ekki verið mikil breyting síðan í gær. Þetta er eðlilegt.
- Þensla í Svartsengi er kominn upp í rúmlega 30mm/á dag frá því sem var en þenslan var um 15mm/á dag.
- Það tók 17 daga frá 25, Október og fram til 10. Nóvember þegar haftið sem hélt aftur af kvikunni undir Svartsengi brast og olli kvikuhlaupinu inn í Sundhnúka og fram til Grindavíkur.
- Það er spurning hvað gerist þegar næstu 17 daga koma upp. Þar sem hvað svo sem heldur aftur af kvikunni núna mun brotna á og þá mun ferlið sem fór af stað þann 10. Nóvember byrja aftur og mun hugsanlega fara inn í sama kvikuganginn aftur. Það gæti myndast nýr kvikugangur við hliðina á kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember. Það er ekki stór möguleiki en hann er til staðar.
Aðrar upplýsingar
Það hafa ekki verið birtar miklar upplýsingar í dag og ég sé ekki mikið gerast á jarðskjálftamælum í kringum Grindavík og á því svæði þessa stundina.
Það er þekkt að fyrir eldgos kemur svona rólegt tímabil áður en eldgos hefst. Af hverju það er ekki almennilega þekkt. Það gæti ekki gosið en það er ólíkleg niðurstaða, þar sem innflæði kviku er of mikið og kvikan er kominn of nálægt yfirborðinu. Það er einnig of mikið innflæði af kviku inn í Svartsengi til þess að það gjósi ekki þarna. Þetta er eins og ég sé stöðuna núna.