Staðan í Grindavík þann 19. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein og staða mála gæti breyst án fyrirvara og án viðvörunnar. Þessi grein er skrifuð klukkan 23:04 þann 19. Nóvember 2023.

Jarðskjálftinn í Krýsuvík

Í nótt klukkan 05:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þetta var hefðbundinn brotaskjálfti og fannst þessi jarðskjálfti í Reykjavík. Þessi jarðskjálfti verður vegna hreyfinga við Grindavík og allrar færslunnar sem hefur orðið þar síðustu daga.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn og rauðir punktar sína kvikuganginn eins og hann er við Grindavík.
Jarðskjálftavirknin við Keifarvatn í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan í dag

Hérna eru einnig upplýsingar um stöðuna eins og hún var þann 18. Nóvember 2023. Ég var að reyna að taka mér smá frí frá þessu.

  • Það hafa orðið litlar breytingar síðustu daga. Hlutar af Grindavík halda áfram að síga eða rísa eftir því hvar farið er um í bænum. Mesta færsla sem hefur mælst var um 25 sm á einum degi síðar þegar ég sá mælingar þaðan. Ég veit ekki hvort að þessi tala er rétt í dag.
  • Þensla í Svartsengi er um 130mm síðan Föstudaginn 10. Nóvember 2023 samkvæmt GPS mælingum.
  • Innflæði kviku inn í Svartsengi er metið í kringum 50m3/sek samkvæmt fréttum  þegar þessi grein er skrifuð. Innflæði kviku inn í kvikuinnskotið var í kringum 75m3/sek fyrir nokkrum dögum síðan.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð í 15 km löngu kvikuinnskotinu eða frá 800 til 2000 jarðskjálftum á dag.
Kort af Reykjanesskaga sem sýnir þensluna í Svartsengi. Rauða svæðið þýðir mesta þensluna og í Svartsengi er það um 30mm á einum degi. Þarna er einnig grænir punktar sem sýnir um 10mm þenslu á svæðinu í kring.
Þenslan í Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Það tekur tekið allt að þrjár til fjórar vikur áður en það fer að gjósa þarna. Það er einnig möguleiki á því að það verði eftir styttri tíma en það er engin leið að segja til um það. Þar sem það er ekkert hægt að segja til um slíkt þegar það kemur að eldstöðvum og kvikugöngum.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýja grein eins fljótt og ég get.