Jarðskjálftahrina austur af Íslandi (45 km austur af Fonti)

Í dag (15. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 45 km austur af Fonti á Austurlandi. Þessi jarðskjálftahrina er úti í sjó og það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er í gangi. Á þessu svæði eru engar eldstöðvar og þetta svæði er út í sjó. Þetta svæði er einnig eitt af eldri svæðum á Íslandi.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,9 en fjarlægð frá landi kemur í veg fyrir að minni jarðskjálftar mælist sem verða á þessu svæði.

Jarðskjálftavirknin á Íslandi er sýnd með ýmsum punktum sem eru rauðir til bláir. Austur af Íslandi eru rauðir punktar og appelsínugulir punktar sem sýnir jarðskjálftavirknina austur af Íslandi austan við svæðið Font.
Jarðskjálftavirknin austur af Fonti og á Íslandi öllu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Punktar sem sýna jarðskjálfta rúmlega 45 km austur af Fonti. Þessi mynd er fengin úr jarðskjálftavefsíðu Veðurstofunnar sem heitir Skjálfta Lísa.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd á skjálftavefsjánni Skjálfta Lísa. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á sterkari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það er ekki mjög líklegt að sterkari jarðskjálftar finnist í byggð vegna fjarlægðar frá landi og það er mjög lítið um byggð á þessu svæði á austurlandi. Það mun aðeins jarðskjálfti finnast ef þarna verður mjög stór jarðskjálfti.