Í morgun þann 20. Október 2025 varð kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw4,5 og mjög líklegt er að hann hafi fundist í nálægri byggð. Það urðu einnig nokkrir jarðskjálftar sem voru yfir Mw3,0 að stærð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en kemur í bylgjum og þegar þessi grein er skrifuð, þá eru rólegheit í gangi.

Þessa stundina eru ekki nein merki um kvikuhreyfingar í eldstöðinni Kötlu. Það gæti hinsvegar breyst án viðvörunnar. Það hafa einnig ekki komið fram neinar breytingar á jökulvatni í jökulám sem renna frá Mýrdalsjökli en það gæti tekið um 4 til 8 klukkutíma að koma fram á mælum hjá Veðurstofunni. Þar sem það tekur tíma fyrir vatnið að renna undan jöklinum. Ég mun setja inn nýja grein ef eitthvað meira gerist í Kötlu.