Staðan í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík klukkan 16:17 þann 26-Febrúar-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðvanar Reykjanes og Krýsuvík.

Klukkan 12:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4 sem urðu í Fagradalsfjalli. Hrina jarðskjálfta með stærðina Mw3,0 stendur yfir á Reykjanesinu og er ennþá í gangi. Það er erfitt að skrifa góða grein um stöðuna þegar jarðskjálftavirknin er eins mikil og hún er núna. Aflögun á Reykjanesinu er mjög mikil samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi fundið sér leið upp á yfirborðið í þessum jarðskjálftum.

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur frá suð-vestri til norð-austurs á Reykjanesskaga sem sýna staðsetningu jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0 að stærð. Mikið um rauða punkta sem tákna nýja jarðskjálfta á Reykjanesinu sem fara ofan í appelsínugula og bláa punkta sem tákna eldri jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óvenju mikið af vetni hefur mælst í Svartsengi undanfarin sólarhring. Það er óljóst afhverju það stafar og frekari rannsóknir þarf til þess að sjá afhverju þetta stafar. Það hafa ekki komið fram tilkyningar um breytingar á öðrum gasi sem mælist frá eldstöðvum á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð.

Ef eitthvað stórt gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og mögulegt er.