Staðan í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík klukkan 15:31 þann 27-Febrúar-2021

Þetta er stutt yfirlit um stöðuna á eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkustundirnar var jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 klukkan 08:17 og fannst þessi jarðskjálfti yfir mjög stórt svæði á vesturhelmingi Íslands. Á síðustu 48 klukkutímum hafa komið fram 95 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 að stærð. GPS gögn eru að sýna mikla tilfærslu í kjölfar jarðskjálftanna og er hægt að skoða þau gögn hérna (Crustal Deformation). Stærstu færslunar hafa verið í kringum Krýsuvík en tilfærslur sjást einnig á öðrum GPS stöðvum á Reykjanesskaga.

Jarðskjáltavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur frá suð-vestri til norð-austurs sýna alla þá jarðskjáltavirkni sem hefur komið fram síðustu tvo daga. Mikið af rauðum punktum sem táknar nýja og ferska jarðskjálfta á Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutíma. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sprungur hafa komið fram í einum vegi samkvæmt Vegagerðinni og aðrar minniháttar skemmdir hafa komið fram samkvæmt fréttum í húsum á Reykjanesskaga. Það verður stormur á Íslandi til 2-Mars-2021 og mun þessi stormur valda því að minna mun mælast af jarðskjálftum á meðan stormurinn gengur yfir.

Frétt um sprunguna í veginum

Sprungur á Suðurstrandavegi vegna skjálftanna (Rúv.is)