Dagleg staða á jarðskjálftunum í Reykjanes og Krýsuvík eldstöðvunum þann 28-Febrúar-2021 klukkan 22:25

Ég hef fært mig yfir í daglegar uppfærslur á stöðu mála í jarðskjálftavirkninni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.

Staðan á jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga í dag er sú sama og í gær. Síðustu 24 klukkutímana stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni Mw4,7 og það hafa komið fram mjög margir jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0. Engin kvikuhreyfing hefur mælst ennþá samkvæmt Veðurstofunni en Jarðvísindadeild Háskóla Íslands varaði við því að slíkt merki gætu verið að týnast í allri þeirri jarðskjálftavirkninni sem er núna að eiga sér stað. Það var einnig sagt frá því að jarðskjálftamælar geta aðeins séð kvikuhreyfingar í fyrstu 5 km í jarðskorpunni og kvikuhreyfingar sem eru neðar en það koma ekki fram á jarðskjálftamælum. Það hafa ekki komið fram nein augljós merki um kvikuhreyfingar undanfarna daga á Reykjanesskaga. Hægt er að lesa allan texta Jarðfræðideildar Háskóla Íslands hérna.

Jarðskjálftavirkni nær frá suð-vestur til norð-austur á Reykjanesskaga. Rauðir punktar sýna nýjustu jarðskjálftana og það er mikið af þeim.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eitthvað af jarðskjálftavirkninni hefur færst nær fjallinu Keili. Önnur jarðskjálftavirkni virðist vera á svipuðum stað og áður og það er nærri fjallinu Fagradalsfjall. Ég veit ekki hvort að þetta mun breyta einhverju varðandi þessa jarðskjálftavirkni en það er hætta á því. Veðurstofan vonast til þess að jarðskjálftahrinunni ljúki í næstu viku.

Ef eitthvað meiriháttar gerist þá mun ég setja inn nýja grein eins fljótt og hægt er.