Þetta er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.
Það hefur ekki orðið almennt mikil breyting á jarðskjálftavirkninni í eldstöðinni Reykjanes miðað við jarsðkjálftavirknina í gær. Það er helst að fjöldi jarðskjálfta yfir 12 klukkutíma tímabil hefur aukist úr 800 jarðskjálftum yfir í 1000 jarðskjálftum samkvæmt fréttum. Sterkasti jarðskjálfti síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,9 og fannst víða á vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesskaga.
Það er einnig byrjuð jarðskjálftavirkni fyrir utan Reykjanesstá. Það er ekki alveg ljóst hvað þessi jarðskjálftavirkni þarna þýðir ennþá. Það þarf að fylgjast með þessari jarðskjálftavirkni þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast þeirri jarðskjálftavirkni sem er í eldstöðinni Reykjanes, þó án þess að ástæður fyrir því séu þekktar eða augljósar.
Uppfærsla klukkan 16:54
Nýjasti jarðskjálftinn sem varð 16:35 er kominn með stærðina Mw5,1.
PayPal takki
Það er aftur hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Ef fólk vill ekki nota bankamillifærslu til þess. Að styrkja mig hjálpar mér við að vinna við þessa vefsíðu og skrifa um jarðskjálfta og eldgos á Íslandi.