Staðan á eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík þann 25-Febrúar-2021 klukkan 19:58

Þetta er stutt yfirlit um stöðuna á eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík. Þessi uppfærsla er skrifuð klukkan 19:58.

Jarðskjálftavirknin í dag (25-Febrúar-2021) hefur mikið verið eingöngu litlir jarðskjálftar. Stærstu jarðskjálftarnir í dag hafa náð stærðinni Mw3,5, þessi tala getur áfram breyst án fyrirvara. Síðasta sólarhringinn hafa komið fram meira en 2500 jarðskjálftar samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Grænar stjörnur frá vestri til austur sýna jarðskjálftana sem urðu í gær eftir stærsta jarðskjáfltann í gær. Gulir punktar og síðan appelsínugilir punktar yfir aðeins eldri jarðskjálfta
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Gufa hefur verið staðfest nærri bílastæði við fjallið Keili á Reykjanesskaga. Þarna var ekki gufa áður en jarðskjálftinn með stærðina Mw5,7 varð í gær (24-Febrúar). Það er ekki orðið ljóst hvað er að gerast á þessum stað. Það er ennþá mjög mikil hætta á stórum jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw6,8 á Reykjanesskaga vegna þessar jarðskjálftavirkni.

Ég mun setja inn nýja grein eins fljótt og hægt er ef eitthvað gerist.