Þetta er stutt uppfærsla klukkan 22:18 á stöðunni í jarðskjálftavirkninni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.
Það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkninni síðan uppfærslunni klukkan 14:55. Þegar þetta er skrifað þá eru færri stórir jarðskjálftar að eiga sér stað núna. Sú staða getur breyst án fyrirvara. Það virðast sem að ný svæði séu að verða virk samkvæmt sjálfvirku korti Veðurstofunnar. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þetta sé tilbúningur í kerfi Veðurstofunnar vegna mikillar jarðskjálftavirkni á svæðinu eða hvort að þetta sé eitthvað sem er að gerast þegar þessi grein er skrifuð.
Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið í báðum eldstöðvarkerfum. Það gæti breyst ef það verður breyting á virkninni án viðvörunnar. Vegna þess hversu langt er síðan eldgos varð á þessu svæði þá er erfitt að segja til um það hvað gerist áður en eldgos verður í þessum eldstöðvum. Það eina sem er vitað er jarðskjálftavirkni samkvæmt sögulegum heimilum frá því um fyrir 681 árum síðan og lifðu fram til dagsins í dag. Þar kemur fram að jarðskjálftavirknin jókst mjög hratt áður en eldgos varð og talsvert áður en eldgos verður. Síðasta eldgos í Krýsuvík varð árið 1340.
Næsta grein verður á morgun (25-Febrúar-2021) ef ekkert stórt gerist en þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er.