Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 12-September-2021. Fagradalsfjalli er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Í gær (11-September-2021) um klukkan 05:00 fór órói á SIL stöðvum nærri Fagradalsfjalli að aukast og hélt áfram að aukast yfir daginn. Þetta er fyrsta virknin í eldgosinu eftir 8 daga hlé. Það tók kvikuna nokkra klukkutíma að ná toppi gígsins og sjást þar og í kringum klukkan 12:00 var farið að sjást í hraun í gígnum.
Það er möguleiki á því að í gær og dag hafi nýir gígar opnast í hrauninu. Veðurstofan segir að þetta sé hraunflæði sem eigi sér stað í hrauninu og hafi brotið sér leið upp á þessum svæðum þar sem svona virkni kemur fram. Ég veit ekki ennþá hvort að það er rétt mat á stöðunni en það tekur nokkra daga að komast að því hvað er rétt í þessu. Það er hinsvegar mitt eigið mat á þessu að þarna séu nýir gígar að myndast og svo lengi sem hraunflæði er stöðugt, þá munu hlaðast upp gígar þarna.
Ef þetta eru gígar eins og mig grunar. Þá mun það breyta hraunflæðinu á svæðinu mjög mikið og mun sú breyting gerast mjög snögglega og auka hraunflæðið frá því sem það var. Hraun gæti einnig farið að flæða niður í Nátthaga og nálæg svæði mjög fljótlega.
Það er stór spurning hvort að eldgosið er hætt að gjósa og stoppa á milli eins og það var að gera yfir langan tíma núna. Ef að eldgosið hefur breyst í eldgos sem gýs 24 klukkutíma á dag. Þá mun það leyfa hrauninu að komast miklu lengri fjarlægð.