Óvissustigi lýst yfir vegna þenslu í Öskju, gul viðvörun fyrir flug einnig gefin út

Vegna þess hversu hröð þenslan er í eldstöðinni Öskju. Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar og það olli því að Almannavarnir ákváðu að setja Öskju á óvissustig og gula viðvörun gagnvart flugi.

Grænir þríhyrningar sem sýna stöðu eldstöðvanna á Íslandi. Aðeins Askja, Grísmfjall eru gul. Síðan er Krýsuvík appelsínugul.
Staða eldstöðvanna á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um. Eldstöðin Askja í dag er það sem er eftir af fjalli sem sprakk í stóru eldgosi árið 1875. Flest eldgos í Öskju í dag eru hraungos nema ef vatn kemst í eldgosið og þá verður sprengigos á meðan vatn kemst í eldgosið.