Breyting á jarðskjálftavirkninni við Herðubreið

Í fyrradag (24-Október-2022) varð breyting á jarðskjálftavirkninni í kringum fjallið Herðubreið. Ég veit ekki ennþá hvenær hvenær þessi breyting átti sér stað á jarðskjálftavirkninni en gerðist nokkrum klukkustundum áður en ég varð breytingarinnar varð. Breytingin sem varð virðist vera sú að núna er jarðskjálftahrinan á tveimur stöðum frekar en einum stað. Seinni breytingin er sú að jarðskjálftahrinan virðist vera vaxandi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru allir jarðskjálftarnir sem hafa komið fram mjög litlir og enginn af þeim hefur náð stærðinni Mw3,0 ennþá. Það gæti þó breyst án viðvörunnar. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 2 til 3 km þegar þessi grein er skrifuð.

Tveir hópar af rauðum punktum vestan og norðan við Herðubreið sýnir jarðskjálftahrinuna austan við Öskju og sunnan við Herðubreiðartögl
Jarðskjálftavirknin austan við Öskju í Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hvað gerist næst er ekki hægt að segja til um. Eldgos á þessu svæði hefur ekki gerst í að minnsta kosti 12.000 ár og hugsanlega lengur. Ég veit ekki hvort að þarna þarf að verða mjög kröftug jarðskjálftavirkni til þess að eldgos verði. Svæðið er nú þegar mjög sprungið frá landreki og síðan eldri jarðskjálftahrinum sem þarna hafa orðið áður. Það gerir kvikunni mögulega fært á að komast ofar í jarðskorpuna án mikilla vandamála. Það er allavegana ein hugmynd um stöðu mála á þessu svæði. Það er möguleiki að ég hafi rangt fyrir mér, þar sem ég hef ekki upplýsingar um hvernig jarðskorpan er þarna nákvæmlega í kringum Herðubreið.

Þensla og jarðskjálftavirkni í Öskju

Þensla hefur verið að aukast í eldstöðinni Öskju síðustu vikur frá því að þetta ferli hófst í lok Ágúst. Samkvæmt fréttum þá er þenslan núna orðin 14 sm, síðan vart varð við þensluna í lok Ágúst. Laugardaginn 9-Október varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Öskju og það er stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni í 20 ár samkvæmt fréttum (ég set inn mynd seinna ef ég man eftir því).

Askja er mjög afskekkt og það er erfitt að komast þangað þar sem vetur er að skella á. Ef eldgos verður í vetur þá verður best að fylgjast með því á óróamælum, þar sem á þessu svæði er engar eða mjög takmarkaðar vefmyndavélar. Þangað til að Veðurstofan eða einhver með flugvél (ef veður leyfir slíkt) kemur með myndir af eldgosinu ef það gerist.

Óvissustigi lýst yfir vegna þenslu í Öskju, gul viðvörun fyrir flug einnig gefin út

Vegna þess hversu hröð þenslan er í eldstöðinni Öskju. Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar og það olli því að Almannavarnir ákváðu að setja Öskju á óvissustig og gula viðvörun gagnvart flugi.

Grænir þríhyrningar sem sýna stöðu eldstöðvanna á Íslandi. Aðeins Askja, Grísmfjall eru gul. Síðan er Krýsuvík appelsínugul.
Staða eldstöðvanna á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um. Eldstöðin Askja í dag er það sem er eftir af fjalli sem sprakk í stóru eldgosi árið 1875. Flest eldgos í Öskju í dag eru hraungos nema ef vatn kemst í eldgosið og þá verður sprengigos á meðan vatn kemst í eldgosið.

Þensla hófst í Öskju í Ágúst 2021

Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands þá hófst þensla í eldstöðinni Öskju í Ágúst 2021. Þenslan hefur mælst um 5 sm á mánuði núna. Þenslan á sér stað á svæði sem kallast Ólafsgígar og er rétt fyrir utan öskjuvatn.

Þensla í öskju er sýnd með rauðum lit við Ólafsgíga og er rétt fyrir utan öskjuvatn. Þessi rauði litur minnkar eftir því sem fjarlægð frá miðju þenslunar eykst.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi þensla muni leiða til eldgoss. Þessi þensla hefur hinsvegar valdið jarðskjálftavirkni í Öskju en flestir jarðskjálftarnir hafa verið mjög litlir að stærð.

Þenslan í Öskju. Myndin sýnir færslur á norður - suður og austur - vestur og síðan upp færslum. Þessi færsla er sýnd með punktum og síðan brotinni línu sem er rauð á myndinni.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tilkynning Veðurstofu Íslands

Land rís við Öskju