Þensla hefur verið að aukast í eldstöðinni Öskju síðustu vikur frá því að þetta ferli hófst í lok Ágúst. Samkvæmt fréttum þá er þenslan núna orðin 14 sm, síðan vart varð við þensluna í lok Ágúst. Laugardaginn 9-Október varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Öskju og það er stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni í 20 ár samkvæmt fréttum (ég set inn mynd seinna ef ég man eftir því).
Askja er mjög afskekkt og það er erfitt að komast þangað þar sem vetur er að skella á. Ef eldgos verður í vetur þá verður best að fylgjast með því á óróamælum, þar sem á þessu svæði er engar eða mjög takmarkaðar vefmyndavélar. Þangað til að Veðurstofan eða einhver með flugvél (ef veður leyfir slíkt) kemur með myndir af eldgosinu ef það gerist.