Í gær (15-September-2021) um klukkan 11:10 opnaðist hraunhellir í hrauninu í Geldingadalir og það kom af stað hraunflóði sem fór niður í Nátthaga. Hraunið fór Geldingadal á minna en 20 mínútum. Hraunið stoppaði á varnargarði sem kom í veg fyrir að það færi niður í Nátthagakrika. Ef að hraunið kemst niður í Nátthagakrika þá verður gönguleiðum A og B lokað varanlega eða þá að það verður að endurteikna þá gönguleið alveg frá grunni. Hraun niður í Nátthagakrika þýðir einnig að stutt er fyrir hraunið að fara í átt að Grindavík og yfir nálæga vegi sem eru þar.
Hraunflæðið í gær fór niður í Nátthaga en fór ekki langt miðað við eldra hraun sem er þarna til staðar nú þegar. Þetta snögga hraunflæði kom fólki í stórhættu og sýnir að hraunið er fullt af hraunhellum sem eru stórhættulegir og geta opnast hvenær sem er án viðvörunnar. Hraunflæðið sem hófst í gær er ennþá í gangi eftir minni bestu þekkingu. Útsýni hefur hinsvegar verið takmarkað vegna þoku á svæðinu núna í kvöld.
Einn eða tveir fávitar sáust ganga nærri og á gígnum í Fagradalsfjalli í gær og ég held að þetta sé sama fólkið og Landhelgisgæslan þurfti að bjarga af Gónhóli í gær eftir að það varð lokað inni á Gónhól vegna þess að nýji hraunstraumurinn hafði lokað leiðinni sem fólkið hafði farið þangað yfir nokkru áður.
Gígurinn er núna rúmlega 334 metra hár yfir sjávarmáli. Eins og er þá er gígurinn ekki að vaxa að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.
Myndir af þessu hraunflæði er hægt að finna á samfélagsmiðlum. Ég get ekki notað þessar myndir vegna höfundarréttarmála. Það er einnig eitthvað af myndböndum af þessu á YouTube.
Fagradalsfjall er hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.