Á Mánudaginn þann 17-Ágúst-2020 varð óvænt jökulflóð frá suðurhluta Langjökuls. Þetta jökulflóð virðist hafa verið óvænt og virðist hafa verið frekar stórt. Það er hugsanlegt að þetta tengist eldstöðinni Presthnjúkar en það er óljóst eins og stendur. Það hefur ekki verið nein virkni á þessu svæði ofar bakgrunnsvirkni undanfarna daga.
Uppfærsla 1
Þetta jökulflóð kom frá vestanverðum sunnanverðum Langjökli en ekki er hægt að segja til um hvaðan þetta jökulflóð kom vegna skýjahulu í gær (19-Ágúst-2020).
Uppfærsla 2
Samkvæmt frétt Rúv þá kom þetta flóð úr jökullóni sem var við jaðar Langjökuls. Samkvæmt fréttum þá gróf vatnið sig undir jaðar Langjökuls og komst þannig út og olli þessu flóði. Nánari útskýringar er að finna í frétt Rúv um þennan atburð.
Frétt Rúv
„Það hefur enginn séð neitt í líkingu við þetta“ (Rúv.is)
Frétt Skessuhorns um jökulflóðið
Stór spýja hljóp fram Hvítá og rennsli árinnar nær þrefaldaðist
Grein uppfærð klukkan 02:55 20-Ágúst-2020.