Ný jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (eldstöðin)

Í dag (21-Ágúst-2020) hófst jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu eldstöðinni. Það er óljóst hvort að hvort að þessi jarðskjálftavirkni sé vegna jarðskorpuhreyfinga á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði var með stærðina Mw3,2 þegar þessi grein er skrifuð. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram á þessu svæði hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er ný jarðskjálftahrina og tengist ekki jarðskjálftahrinunni norður af Gjögurtá. Það eru því tvær jarðskjálftahrinur að eiga sér stað á Tjörnesbrotabeltinu núna. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.