Kröftug jarðskjálftahrina austan við Fagradalsfjall

Í dag (26-Ágúst-2020) hófst kröftug jarðskjálftahrina austan við Fagradalsfjall. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw4,2 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,7. Það komu fram þrír aðrir jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 fram í þessari jarðskjálftahrinu. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa 350 jarðskjálftar komið fram.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga og í eldstöðinni Reykjanes. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist að mestu vera austarlega í eldstöð sem heitir Reykjanes. Jarðskjálftavirknin kemur fram í hrinum og þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að ný hrina sé hafin á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun vara á þessu svæði. Þegar þessi grein er skrifuð er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið á þessu svæði og gögn sýna fram á að jarðskjálftavirkni á þessu svæði sé eingöngu vegna jarðskorpuhreyfinga á þessu svæði. Það sést á GPS gögnum að svæðið er ennþá að þenjast út vegna innflæði kviku á 8 km til 3 km dýpi á þessu svæði. Þetta innflæði kviku hefur verið í gangi síðan í Janúar-2020.