Þetta er stutt grein þar sem staðan er stöðugt að breytast.
Síðasta nótt var ekki nótt sem margir í Reykjavík fengu svefnfrið. Klukkan 02:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 og fannst vel í Reykjavík. Rétt á undan varð jarðskjálfti með stærðina MW4,7. Rétt um miðnætti komu fram þrír jarðskjálftar með stærðina milli Mw4,3 til Mw4,5 og fundust einnig í Reykjavík. Það hafa komið fram fleir en 10 000 jarðskjálftar síðan þessi atburðarrás hófst á Laugardaginn (30-Júlí-2022). Þessi jarðskjálftavirkni sem var í nótt átti sér stað við vestari hluta Kleifarvatns og er það ástæðan afhverju þessir jarðskjálftar finnast svona vel í Reykjavík. Minniháttar tjón var tilkynnt eftir jarðskjálftana um miðnætti. Það hafa ekki komið fram tilkynningar um annað tjón hingað ennþá.
Allir stóru jarðskjálftarnir sem fundust í nótt voru brotaskjálftar vegna kvikunnskotsins við Fagradalsfjall og þensluna sem er þar. GPS gögnin hafa einnig verið áhugaverða hluti. Við Gónhól er núna land að síga og það svæði virðist einnig vera að færast norður (?). Hægt er að sjá 24 tíma GPS gögn hérna og 8 tíma GPS gögn er hægt að finna hérna.
Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram þangað til að eldgos hefst. Það er hinsvegar ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst þarna. Það má reikna með stórum jarðskjálftum næstu klukkutímana og næstu dagana.