Þessi grein er með upplýsingar eins og staðan er þegar greinin er skrifuð. Staðan þarna er stöðugt að breytast og því gæti innihald þessar greinar orðið úrelt að hluta eða í heild með mjög skömmum fyrirvara. Þessi grein er skrifuð klukkan 14:31 þann 1-Ágúst-2022.
Stærsti jarðskjálftinn í nótt var með stærðina Mw4,7 og fannst á öllu Reykjanesinu. Þetta er hugsanlega ekki stærsti jarðskjálftinn í dag, þar sem stærri jarðskjálftar eru alltaf möguleiki.
GPS gögnin eru farin að sýna mjög mikla tilfærslu á svæðinu þar sem kvikuinnskotið er að koma inn í jarðskorpuna. Það er hægt að skoða 24 tíma GPS gögn hérna og síðan er hægt að skoða 8 tíma gögn hérna (finna Reykjanes peninsula). Þessi gögn sýna að kvika er að troða sér hratt inn í jarðskorpuna. Hvenær eldgos verður er ekki hægt að segja til um en hugsanlega verður þetta ekki löng bið þar sem kvikan er komin á 2 til 4 km dýpi.