Staðan í Fagradalsfjalli og nágrenni þann 1-Ágúst-2022

Þessi grein er með upplýsingar eins og staðan er þegar greinin er skrifuð. Staðan þarna er stöðugt að breytast og því gæti innihald þessar greinar orðið úrelt að hluta eða í heild með mjög skömmum fyrirvara. Þessi grein er skrifuð klukkan 14:31 þann 1-Ágúst-2022.

Stærsti jarðskjálftinn í nótt var með stærðina Mw4,7 og fannst á öllu Reykjanesinu. Þetta er hugsanlega ekki stærsti jarðskjálftinn í dag, þar sem stærri jarðskjálftar eru alltaf möguleiki.

Mikið af jarðskjálftum á Reykjanesskaga og fullt af grænum stjörnum sem liggja eftir skaganum á jarðfræðikorti Veðurstofu Íslands klukkan 13:45.
Jarðskjálftar á Reykjanesskaga í kjölfarið á kvikuinnskoti við Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Tímagraf af jarðskjálftum klukkan 13:45. Fullt og þéttur punktar síðustu 48 klukkustundinar, dökkbláir puntkar, bláir punktar, gulir puntkar, appelsínugulir punktar og síðan rauðir punktar sem eru mjög þéttir
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í tímaröð. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

GPS gögnin eru farin að sýna mjög mikla tilfærslu á svæðinu þar sem kvikuinnskotið er að koma inn í jarðskorpuna. Það er hægt að skoða 24 tíma GPS gögn hérna og síðan er hægt að skoða 8 tíma gögn hérna (finna Reykjanes peninsula). Þessi gögn sýna að kvika er að troða sér hratt inn í jarðskorpuna. Hvenær eldgos verður er ekki hægt að segja til um en hugsanlega verður þetta ekki löng bið þar sem kvikan er komin á 2 til 4 km dýpi.