Í dag (31-Júlí-2022) klukkan 17:48 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,4 rétt um 3,2 km austan við Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst á stórum hluta Íslands og fannst meðal annars á Hólmavík og í öðrum bæjum á Vestfjörðum samkvæmt fréttum. Það hefur verið tilkynnt um tjón í Grindavík og þar er núna kaldavatnslaust vegna skaða á kaldavatnslögn inn í bænum. Það hefur einnig verið tilkynnt um tjón á innanstokksmunum og vörur hrundu úr hillum verslana.
Hérna er um að ræða sniðgengisjarðskjálfta sem er ekki beint tengdur kvikuhreyfingum við Fagradalsfjall. Þessi jarðskjálfti verður til vegna þess að kvikan sem er að troðast inn í jarðskorpuna við Fagradalsfjall er að valda spennubreytingum á stóru svæði. Það er einnig möguleiki að tveir jarðskjálftar með stærðina Mw5,4 hafi átt sér stað klukkan 17:48, það var nefnt í fréttum Rúv og ef það er raunin, þá flækir það alla greiningu á jarðskjálftanum og gerir erfiðara að finna út rétta stærð jarðskjálftans. Það má reikna með svona jarðskjálftar verði aftur á þessu svæði á næstu klukkutímum og dögum án nokkrar viðvörunnar. Jafnvel að slíkir jarðskjálftar yrðu nær Reykjavík en þessi jarðskjálfti.