Staðan í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngju

Þetta er stutt grein um stöðu mála en staða mála er stöðugt að breytast. Greinin er skrifuð klukkan 12:24 þann 31-Júlí-2022.

Þegar þessi grein er skrifuð klukkan 12:27 þá hefur ekki neitt eldgos hafist ennþá í Fagradalsfjalli eða nágrenni. Það hafa orðið yfir 3000 jarðskjálftar við Fagradalsfjall síðustu 24 klukkutímana síðan jarðskjálftavirknin hófst í gær (30-Júlí-2022). Það hafa ekki orðið meiriháttar breytingar á gígnum í Fagradalsfjalli en það virðist hinsvegar vera meiri gas losun í gígnum. Hinsvegar er óljóst hvort að þetta er raunverulegt eða ekki.

Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Fullt af rauðum puntkum sem sýnir litla jarðskjálfta. Grænar stjörnur raða sér upp í línu sem sýnir stærri jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í kringum Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni frá því í gær (30-Júlí-2022). Gulir punktar sýna jarðskjálftana í gær og síðan appelsínugulir punktar sýna 12 tíma puntkana og síðan koma rauðir punktar sem sýna nýjustu jarðskjálftana
Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall síðan í gær. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög líklegt að þetta sé stærri atburður en í fyrra en það á eftir að koma í ljós hvort að það er rétt. Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar á GPS sem þýðir mjög líklega að svæðið sé þanið eins mikið út og það mögulega getur verið. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið en jarðskjálftavirknin bendir til þess að kvikan sé komin á 2 km dýpi og það þýðir að kvikan hefur færst mjög mikið síðustu 24 klukkustundirnar. Þar sem í gær, þá hófst jarðskjálftavirknin á 8 km dýpi.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mínu vinnu með styrkjum. Það er hægt að nota PayPal eða bankamillifærslu, upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂