Jarðskjálftavirkni vestur af Kleifarvatni

Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,0 vestur af Kleifarvatni (í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu). Fyrsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,6 varð klukkan 18:36 og seinni jarðskjálftinn með stærðina Mw3,0 varð klukkan 23:11. Aðrir jarðskjálftar sem urðu á svæðinu voru minni að stærð.

Jarðskjálftavirkni vestur af Kleifarvatni er sýnd með tveimur stjörnum sem eru staflaðar ofan á hverri annari.
Jarðskjálftavirknin vestur af Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þessar hreyfingar hafa ekki ennþá og munu hugsanlega ekki koma af stað eldgosum á þessu svæði þar sem þetta er annað sprungusvæði. Það er ólíklegt að þessi virkni tengist jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingum sem eru í gangi núna við Fagradalsfjall.