Þensla mælist á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli

Samkvæmt frétt Rúv í dag (16-Nóvember-2021) þá er þensla farin að mælast á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli en þetta er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Þessi þensla bendir til þess að eldgos gæti hafist aftur í Fagradalsfjalli, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos byrjaði. Þar sem það er mjög líklegt að kvika sé að safnast saman undir Fagradalsfjalli á miklu dýpi. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Þenslan er núna orðin nógu mikil til þess að sjást á gervihnattamyndum sem fylgjast með aflögun í efri lögum jarðskorpunnar. Í efri lögum jarðskorpunnar þá kemur þessi aflögun fram sem lítil en það er líklega ekki öll myndin hérna.

Frétt Rúv

Gosið enn í dvala – Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi (Rúv.is)

Jarðskjálftavirkni vestur af Kleifarvatni

Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,0 vestur af Kleifarvatni (í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu). Fyrsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,6 varð klukkan 18:36 og seinni jarðskjálftinn með stærðina Mw3,0 varð klukkan 23:11. Aðrir jarðskjálftar sem urðu á svæðinu voru minni að stærð.

Jarðskjálftavirkni vestur af Kleifarvatni er sýnd með tveimur stjörnum sem eru staflaðar ofan á hverri annari.
Jarðskjálftavirknin vestur af Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þessar hreyfingar hafa ekki ennþá og munu hugsanlega ekki koma af stað eldgosum á þessu svæði þar sem þetta er annað sprungusvæði. Það er ólíklegt að þessi virkni tengist jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingum sem eru í gangi núna við Fagradalsfjall.

Óstaðfestar fregnir um öskuský út af ströndinni við Krýsuvík (Krísuvíkurberg)

Þetta er möglega röng tilkynning. Það kom í gærkvöldi (7-Ágúst-2021) tilkynning um að sést hefði í öskuský eða gufubólstra útaf ströndinni við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja.

Öskuský eða gufuský myndi benda til þess að eldgos væri hafið úti af ströndinni eða úti í sjó. Eldgos úti í sjó býr til miklu meiri óróa sem kemur miklu betur fram á SIL stöðvum sem eru næst slíkum atburði og samkvæmt fréttum af þessu þá hefur ekkert sést á nálægum SIL stöðvum ennþá varðandi óróann. Það hafa ekki verið neinir jarðskjálftar á því svæði þar sem þessi atburður átti að hafa átt sér stað.

Landhelgisgæslan hefur verið send á svæðið til þess að athuga málið, þar sem þeir voru nálægt hvort sem er. Veðrið á þessu svæði er með ágætum þessa stundina og því ætti ekki að vera mikill öldugangur á þessu svæði. Það er þó ekki hægt að vera viss, þar sem öldur á Atlantshafinu geta komið frá svæðum þúsundum kílómetra frá Íslandi þar sem veður eru slæm.

Ef eitthvað nýtt kemur fram í fréttum. Þá mun ég annaðhvort uppfæra þessa grein eða skrifa nýja grein um stöðu mála.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 28-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það hafa ekki orðið neinar meiriháttar breytingar á eldgosinu síðan síðasta grein var skrifuð. Það er talsvert af litlum breytingum sem er að eiga sér stað.
  • Stóri kvikustrókar hættu í síðari hluta vikunnar. Það er einhver kvikustrókavirkni en sú virkni er frekar lítil miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
  • Hraun flæðir núna niður í Nátthaga og er reiknað með að það nái niður að Suðurstrandarvegi á næstu 20 til 60 dögum eftir því hversu mikið hraun flæðir niður í Nátthaga.
  • Vestari varnargarðurinn hefur komið í veg fyrir að hraun flæði þar niður í Nátthaga hingað til þegar þessi grein er skrifuð. Slæmt veður í dag (28-Maí-2021) kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með því sem er að gerast á þessu svæði í dag. Á svæðinu er mikil rigning og þoka.
  • Stórar hrauntjarnir hafa myndast í hrauninu og hlaupa þessar hrauntjarnir reglulega fram og auka þannig þykktina á hrauninu. Hraunið hleypur einnig fram í hraunrásum sem eru inní sjálfu hrauninu og brjótast fram út við jaðar hraunsins. Þetta leyfir hrauninu einnig að brjótast fram án viðvörunar og stækka hraun jaðarinn þannig.
  • Hraunið er hægt og rólega að auka þykkt sína og hefur slík atburðarrás átt sér stað á undanförnum vikum. Það er að valda því að gönguleiðin að útsýnisstaðnum að gígnum fer hugsanlega undir hraun á næstu vikum ef hraunið heldur áfram að þykkna með þessum hætti. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunið þykknar á þessu svæði. Þetta gæti tekið aðeins nokkrar vikur að gerast frá því sem er núna.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítið að gerast í eldgosinu sjálfu og litlar breytingar þar. Þetta stig eldgossins gæti haldið áfram mánuðum saman. Það eru vísbendingar um að þetta sé fyrsta stigið í að búa til dyngju eða hugsanlega eldkeilu. Það verður að bíða og sjá hvað gerist í þessu eldgosi.