Þensla mælist á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli

Samkvæmt frétt Rúv í dag (16-Nóvember-2021) þá er þensla farin að mælast á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli en þetta er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Þessi þensla bendir til þess að eldgos gæti hafist aftur í Fagradalsfjalli, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos byrjaði. Þar sem það er mjög líklegt að kvika sé að safnast saman undir Fagradalsfjalli á miklu dýpi. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Þenslan er núna orðin nógu mikil til þess að sjást á gervihnattamyndum sem fylgjast með aflögun í efri lögum jarðskorpunnar. Í efri lögum jarðskorpunnar þá kemur þessi aflögun fram sem lítil en það er líklega ekki öll myndin hérna.

Frétt Rúv

Gosið enn í dvala – Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi (Rúv.is)