Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (26. Desember 2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Mest af jarðskjálftahrinunni var út í sjó á Reykjaneshrygg, á svæði sem kallast Reykjanestá. Eitthvað af jarðskjálftum var á landi á sama svæði og því á Reykjanesskaga.

Græn stjarna við Reykjanestá ásamt appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessar jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 og Mw3,2. Ég held að þessir jarðskjálftar hafi fundist á nálægum svæðum. Þar sem byggð er mjög lítil þarna.