Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli

Í dag (27. Desember 2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina var lítil í stærð jarðskjálfta eins og er algengt með jarðskjálfta í Fagradalsfjalli.

Appelsínugulir punktar í eldstöðinni Fagradalsfjall sem sýnir staðsetningu jarðskjálftanna í rúmlega miðri eldstöðinni. Flestir jarðskjálftarnir eru á litlu svæði í eldstöðinni.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessar jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw1,7. Dýpi þessara jarðskjálfta (dýpið var 4 km til 8 km) bendir til þess að hérna hafi verið um að ræða kvikuinnskot sem náði ekki upp á yfirborðið. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið eins og er. Hinsvegar þegar svona jarðskjálftahrinur fara að koma fram í Fagradalsfjalli. Þá er yfirleitt ekki langt í að eldstöðin fari að gjósa. Hvenær eldgos hefst er ekki hægt að segja til um.