Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Júlí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Júlí-2021. Fagradalsfjall er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngja eins og er (það gæti breyst í framtíðinni).

  • Frá því klukkan 23:00 þann 5-Júlí-2021 hefur verið mjög lítil virkni í gígnum og ekki hefur sést til neins hrauns yfirgefa gíginn þegar sést í gíginn vegna þoku sem er á svæðinu núna. Þetta er lengsta hlé á eldgosinu síðan það hófst þann 19-Mars-2021.
  • Lítið magn af hrauni hefur sést í gígnum. Það er talið að það hraun sé að flæða úr gígnum í hraungöngum eða hraun hellum sem liggja frá gígnum. Þetta er þó óstaðfest þegar þessi grein er skrifuð.
  • Eldgosinu er ekki lokið. Það er ennþá í gangi eins og stendur.

Eftirfarandi hluti er ágiskun af minni hálfu

Lítil virkni í eldgosinu bendir til þess að það djúp kerfi sem færir eldgosinu kviku sé orðið tómt eða að verða tómt. Það kerfi kvikuhólfa sem er þarna undir þarf tíma til þess að fyllast á ný. Skortur á virkni er mjög algeng fyrir svona eldgos af þessari gerð þar sem eldgosið fer í gegnum hringrás af mikilli og lítilli virkni þess á milli. Þetta gæti valdið því að eldgosið opni nýja sprungu á næstu vikum ásamt því að eldgosið haldi áfram í núverandi gíg. Það er einnig jafn möguleiki á því að eldgosið haldi bara áfram í núverandi gíg þegar það heldur áfram af fullum krafti á ný.

Endir ágiskana hjá mér

Vegna þoku þá hefur verið erfitt að fylgjast með eldgosinu. Ég vonast til þess að það fari að breytast en það fer eftir veðurlagi hvort að það gerist á næstu dögum og vikum.