Djúpir jarðskjálftar í Öskju (15-Mars-2016)

Í gær (15-Mars-2016) voru djúpir jarðskjálftar í Öskju. Um var að ræða litla jarðskjálftahrinu sem kom fram í eldstöðinni, dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18,7 km og upp í 14,9 km. Jarðskjálftahrinan átti sér stað inní eldstöðinni og bendir það til þess að uppruni þessara jarðskjálfta sé innflæði kviku á miklu dýpi. Þessi tegund að virkni hefur átt sér reglulega staða í Öskju síðan árið 2010 en síðan kvikuinnskot Bárðarbungu komst mjög nærri því að komast í kvikuhólf Öskju þá hefur þessi tegund að jarðskjálftavirkni verið hægt og rólega að aukast. Hinsvegar er þessi jarðskjálftavirkni ekki ennþá ofan við venjulega bakgrunnsvirkni í Öskju og eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi.

160315_1710
Jarðskjálftavirkni í Öskju. Askja er staðsett norð-austan við Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina eru breytingar í Öskju mjög hægar, það gæti hinsvegar breyst ef kvika finnur sér einfalda leið til yfirborðs. Ef að eldgos verður þá reikna ég ekki með neinu stóru, líklega litlu hraungosi sem mundi standa í einhverjar daga til vikur í mesta lagi. Ef að kvika hinsvegar kemst í snertingu við vatn þá mundi þarna verða sprengigos með tilheyrandi öskufalli í skamman tíma. Þetta eru þó eingöngu getgátur hjá mér, Askja er hinsvegar virkt eldstöðvarkerfi og sem slíkt þá má búast við hverju sem er frá því.