Í dag (16-Mars-2016) urðu nokkrir jarðskjálftar rúmlega 110 km norðan við Kolbeinsey. Þarna eru ekki þekktar neinar eldstöðvar, hugsanlegt er að á þessari staðsetningu sé eldstöð til staðar en erfitt er að fá það staðfest með öruggum hætti. Núverandi jarðskjálftahrina virðist vera tengd rekvirkni í sigdal sem þarna er til staðar, frekar en einhverri jarðskjálftavirkni sem tengist eldstöð sem þarna gæti verið.
Jarðskjálftavirkni norðan við Kolbeinsey. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Jarðskjálfti með stærðina 3,0 varð einnig á Reykjaneshrygg (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,1. Hugsanlegt er að það mat sé vanmat vegna fjarlægðar jarðskjálftans frá SIL mælanetinu. Aðrir jarðskjálftar sem hafa mælst voru stærri, þó kom fram einn jarðskjálfti með stærðina 2,9 en hugsanlegt er að sá jarðskjálfti hafi í reynd verið stærri en 3,0. Mig grunar að meiri jarðskjálftavirkni hafi mælst þarna en hafi komið fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar.