Í gær (17-Mars-2016) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Um er að ræða vikulega virkni í Bárðarbungu sem þarna átti sér stað og hefur þessi virkni verið í gagni síðan í September 2015. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé aftur farinn að flæða inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Það erfitt að vita nákvæmlega hversu hratt þetta er að gerast núna. Kvikusöfnunin sem hófst áður en eldgosið í Holuhrauni 2014 átti sér stað hófst í kringum árið 1970.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru minni að stærð. Það er einnig áhugavert að hluti jarðskjálftana raðaði sér á norður-suður línu í austur hluta öskjunnar. Það er í fyrsta skipti sem það gerist, þarna hefur því annað hvort myndast nýr veikleiki í öskjunni eða eitthvað annað er að gerast þarna. Þarna er jökulinn í kringum 300 til 500 metra þykkur og eldgos á þessum stað yrði einstaklega slæmt. Jökulflóð í kjölfar eldgoss á þessu svæði færu niður Jökulsá á fjöllum. Hugsanlegt er einnig að eitthvað jökulvatn færi aðra leið, það ræðst þó að landslagi undir jökli og ég hef ekki þær upplýsingar.
Grímsfjall
Það eru fimm ár síðan það gaus síðast í Grímsfjalli. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast hægt og rólega í Grímsfjalli undanfarið ár. Þetta þýðir þó ekki að eldgos sé yfirvofandi í Grímsfjalli. Hinsvegar verða eldgos í Grímsfjalli án mikils fyrirvara. Venjulega verða eldgos í Grísmfjalli að meðaltali á 3 til 5 ára fresti (stundum er styttra eða lengra á milli þeirra).
Jarðskjálftamælirinn á Böðvarshólum
Vegna slæms 3G sambands þá er hugsanlegt að ég þurfi að slökkva á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þar sem 3G merkið er það slæmt að það veldur truflunum á mælingunni hjá mér og gerir jafnvel mæligögn léleg eða ónýt vegna þessara truflana sem leka inn í jarðskjálftamælinn frá 3G búnaðinum sem ég er að nota (vegna slæms 3G merkis). Ég ætla að gera tilraun til þess að laga þetta áður en ég flyt aftur til Danmerkur en ef það tekst ekki, þá mun ég slökkva á jarðskjálftamælinum áður en flyt til Danmerkur á ný. Þar sem ég get ekki verið með jarðskjálftamælinn þegar fjarskiptin eru svona léleg eins og raunin er.