Örlítil jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Síðustu vikur hefur verið örlítil jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Vegna ísskjálfta á þessu svæði er ég eingöngu að nota jarðskjálfta sem eru með meira dýpi en 1,5 km. Þetta er mjög lítil jarðskjálftavirkni og bendir ekki til þess að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar bendir til þessi jarðskjálftavirkni til þess að eitthvað sé í gangi.

160324_1900
Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (þar sem tveir rauðir punktar eru). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Öræfajökli á sér langa sögu. Síðan árið 2012 hefur verið jarðskjálftavirkni í Öræfajökli, þegar jarðskjálftavirknin fór úr engum jarðskjálftum upp í tvo til fimm jarðskjálfta á ári að jafnaði. Síðan þá hefur verið nokkuð regluleg jarðskjálftavirkni í Öræfajökli, sú jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp í Öræfajökli en eins og staðan er núna, þá er ekki að sjá að kvikan sé komin langt upp í eldstöðina. Sé miðað við dýpi jarðskjálftana sem hafa orðið hingað til. Einnig sem að jarðskjálftavirknin í Öræfajökli hefur ekki aukist að neinu ráði ennþá. Ég reikna ekki með neinni breytingu á næstunni vegna þess að jarðskjálftavirkni er ennþá mjög lítil til engin í Öræfajökli.