Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.
- Eldgosið heldur áfram þessum undarlegu skiptingu milli þess að gjósa ekki í nokkra klukkutíma og síðan að gjósa í nokkra klukkutíma.
- Afleiðingin af þessu ferli í eldgosinu er sú að hraunið rennur aldrei langt frá stærsta gígnum og hleðst eingöngu upp í nágrenni við hann. Það hækkar gíginn og er hann núna kominn í rúmlega 200 metra hæð (+- 50 metra) samkvæmt minni ágiskun.
- Eldgosið hefur núna varað í fimm mánuði. Eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015 sem kom úr Bárðarbungu varði í sex mánuði.
- Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa ekki nýir gígar opnast svo að það sjáist en það útilokar ekki að nýir gígar hafi opnast undir hrauninu. Þar sem þarna eru mjög stórir hraunhellar sem gefur möguleikann á því að nýir gígar opnist þar undir án þess að nokkur verði þeirra var.
Það eru engar frekari uppfærslur um þetta eldgos þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án fyrirvara en mér þykir það samt ólíklegt eins og er.