Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (14-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Græn stjarna í öskju Kötlu sem er stærsti jarðskjálftinn. Minni jarðskjálftar eru táknaðir með punktum sem eru frá bláir á litinn til appelsínugulir. Þessir jarðskjálftar eru dreifðir um öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það hljóp einnig úr nokkrum kötlum samkvæmt mælingum sem sýndu aukna leiðni síðustu daga í jökulám sem liggja frá Mýrdalsjökli. Þetta er hefðbundin sumar virkni og kemur til vegna þess að jökulinn bráðnar yfir sumarið. Þetta gerist næstum því á hverju sumri.