Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
- Það hefur verið staðfest að nýr gígur hefur opnast í barminum á stóra gígnum. Það fór að móta fyrir þessum gíg fyrir nokkrum dögum síðan. Þessi gígur fylgir eftir virkninni í stóra gígnum og er því óvirkur þegar virknin fellur niður þar.
- Þessi nýi gígur mun breyta hraunflæðinu þarna þannig að hraun mun núna flæða niður í Syðri-Meradali og niður í Geldingadali.
- Þessa stundin er gígurinn að byggjast upp. Þar sem gígurinn er í gígbarminum á stærri gígnum þá er þetta allt saman mjög óstöðugt og mikil hætta á hruni þarna.
- Það er mjög líklegt að fleiri nýir gígar munu halda áfram að myndast í kjölfarið á myndun þessa nýja gígs.
- Það er spurning hvort að þessi gígur tákni að nýtt stig sé hafið í eldgosinu. Það er ekki ennþá orðið ljóst eða komið neitt svar við þessari spurningu.
- Nýi gígurinn sést vel á öllum vefmyndavélum.
Þoka hefur komið í veg fyrir að það sjást vel í báða gígana. Ég reikna með að þetta verði staðan í dag og á morgun (17-Ágúst-2021) og jafnvel næstu daga. Þokan kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með eldgosinu.