Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli í Meradölum þann 12-Ágúst-2022

Þetta er stutt grein um stöðuna um eldgosið í Fagradalsfjalli í Meradölum. Það er yfirleitt ekki mikið um fréttir í svona hrauneldgosum eftir því sem líður á.

  • Hraunflæði er núna í kringum 15m3/sek samkvæmt síðustu fréttum. Þetta er meira en þegar eldgosið í Geldingadölum á síðasta ári var í gangi.
  • Eldgosið virðist hafa fyllt upp dalinn sem það byrjaði í. Dýpt hraunsins virðist vera í kringum 10 til 30 metrar eftir staðsetningum.
  • Það hefur myndast gígur að einhverju leiti. Hrauntjörnin sem er þarna að hluta til hefur komið í veg fyrir að fullur gígur hafi myndast eins og er. Þetta gæti breyst eftir því sem líður á eldgosið.
  • Hraunflæði er bæði í norður og suðurátt. Hraunið sem flæðir í norður fer í lítinn dal sem er þar og hefur væntanlega fyllt þann dal upp alveg núna. Þetta er lengri leið fyrir hraunflæðið.
  • Það er hætta á því að vegur 427 (Suðurstrandavegur) lokist ef að hraunflæðið nær þangað eftir nokkrar vikur.
  • Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur af litlum jarðskjálftum við eldgosið, kvikuganginn og nágrenni. Ástæðan fyrir þessu er óljós.
  • Ég hef séð mikla kviku koma upp úr gígnum í kvikustrókum síðustu klukkutíma á vefmyndavélum. Þetta er ennþá óstaðfest en ég hef séð þetta á vefmyndavélum.

Ég held að þetta sé allt saman. Ég reikna með að næsta uppfærsla verði þann 19-Ágúst 2022. Ef eitthvað mikið gerist, þá mun ég setja inn uppfærslu fyrr.