Breyting á óróanum í eldgosinu í Meradölum

Í morgun (13-Ágúst-2022) klukkan 06:30 til 08:00 þá minnkaði óróinn í eldgosinu í Meradölum mjög hratt áður en óróinn fór að aukast aftur. Hvað gerðist er óljóst en það hafa ekki ennþá opnast nýjar sprungur eða aðrar breytingar orðið á eldgosinu ennþá. Óróinn er hinsvegar mjög óstöðugur að sjá þessa stundina.

Óróinn við Fagradalsfjall á 0.5 - 1Hz, 1 - 2Hz og 2 - 4Hz. Litir óróans eru grænn (1 - 2Hz), blár (2 - 4Hz), fjólublár (0.5 - 1Hz)
Óróinn við Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki að ný sprunga sé að fara að opnast, það getur gerst bæði norðan við og sunnan við núverandi eldgos. Það er einnig möguleiki að nýjar sprungur opnist sitt hvorum megin við núverandi eldgos. Þetta byggir á því hvaða leið kvikan er fær um að fara í þessu eldgosi. Það er mjög óljóst hvað mun gerast og hvenær það gerist. Hvar næsti hluti af þessu eldgosi verður skiptir miklu máli með hugsanlegt tjón á vegum, sérstaklega ef kvika fer að renna yfir mikilvæga vegi á Reykjanesskaga.

Styrkir

Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það getur og vill. Það er hægt að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig á síðunni styrkir eða nota PayPal hérna til hliðar. Millifærsla innan Íslands er alltaf öruggari og hraði heldur en notkun á PayPal. Ég þakka fyrir allan stuðning, það léttir mér lífið. 🙂