Í fréttum Rúv var það nefnt að púls virknin er vaxandi í eldgosinu í Meradölum. Þetta bendir sterklega til þess að eldgosinu sé að fara að ljúka. Þetta veldur því að hrauni er þeytt hátt í loft upp.
Þetta er sama munstur og kom fram í eldgosinu í fyrra í Geldingadölum. Þá tók það talsverðan tíma fyrir eldgosið að enda og það gæti einnig gerst núna.
Það eru ekki neinar aðrar fréttir af eldgosinu. Það eru áhugaverðir atburðir að gerast út á hrauninu en nýja hraunið er fari að valda því að hraun frá því í fyrra sem situr í hraunbreiðunni sem er þarna er farið að kreistast út vegna þunga nýja hraunsins á jöðrunum. Þar sem það er ennþá fljótandi hraun í hraunbreiðunni sem er þarna og verður í marga áratugi.
Styrkir
Þar sem ég er mjög blankur í Ágúst. Þá er hægt að styrkja mig með því að leggja inn á mig beint eða nota PayPal takkann hérna til hliðar. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna hérna.