Í dag (9-Ágúst-2022) klukkan 11:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og varð í Kleifarvatni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hafa ekki orðið neinir fleiri stærri jarðskjálftar á þessu svæði. Í dag hafa verið litlir jarðskjálftar í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu og einnig í Fagradalsfjalli. Eitthvað af þessum jarðskjálftum eru bara brotaskjálftar, þetta á mestu við um jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Kleifarvatni og austur af Grindavík (ég veit ekki alveg með svæðið vestur af Grindavík). Þetta er vegna þenslu í kvikuganginum sem nær frá Fagradalsfjalli og að Keili. Jarðskjálftavirknin fyrir núverandi eldgos kom einnig af stað stórum hreyfingum á misgengjum á stóru svæði. Hvað það þýðir fyrir mögulegar kvikuhreyfingar á svæðinu er óljóst eins og er.
Síðustu tvo daga hefur ekkert útsýni verið á eldgosið á vefmyndavélum og hefur aðgengi verið lokað að eldgosinu vegna þess að auki. Ég vona að veðrið lagist í kvöld eða á morgun þannig að hægt verði að sjá hvað er að gerast í eldgosinu en það er bara að bíða og sjá. Það hefur einnig verið mikil rigning þarna og ég mæli ekki með því að fólk fari að eldgosinu í þessu veðri. Lögreglan getur einnig sektað fólk sem fer inn á lokaða svæðið. Síðan var svæðinu lokað fyrir börn undir 12 ára aldri. Þar sem fjarlægðin er 7 km í aðra áttina (14 km í heildina) yfir svæði sem er mjög erfitt.