Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 21-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan síðasta grein var skrifuð um eldgosið. Þetta eldgos hefur núna varða í tvo mánuði og nokkra daga betur og sýnir engin merki þess að eldgosinu sé að fara að ljúka.

  • Hraunstrókavirkni heldur áfram eins og hefur verið undanfarin mánuð.
  • Magn hrauns sem er að koma upp hefur aukist í rúmlega 11m3 úr 5m3 þegar eldgosið hófst.
  • Hraunið er núna á leiðinn til sjávar með því að fara niður Nátthagadal. Það er verið að reyna að stöðva það hraun með því að setja upp varnargarða. Það er mín persónulega skoðun að það mun ekki virka og að mestu tefja hraunið sem á einnig eftir að fara yfir hæð sem er þarna á svæðinu og er fyrir hrauninu hvort sem er. Þetta mun taka nokkra daga til viku í mesta lagi fyrir hraunið að fara yfir varnargarðana og hæðina sem er þarna. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunflæði er í þessa átt. Stefna hrauns getur breyst án nokkurs fyrirvara og breytist stöðugt.
  • Meirihlutinn af hrauninu fer núna niður í Meradali og mun líklega gera það í talsverðan tíma í viðbót. Þegar hraunið fer niður í Meradali þá eru engir innviðir í hættu eins og er.
  • Vart hefur orðið SO2 mengunar á suðurlandi síðustu daga. Í gær (20-Maí-2021) varð einnig vart við mikla stöðuspennu vegna eldgossins en það olli sem betur fer ekki neinni eldingarvirkni á svæðinu þar sem eldgosið er, en hættan var til staðar í talsverðan tíma í gær.

Það eru engar frekari fréttir af eldgosinu og það hefur verið rólegt á öðrum stöðum á Íslandi þessa vikuna.