Snögg breyting í óróa í Grímsfjöllum

Staðan er núna óskýr og ekkert hefur verið staðfest þegar þessi grein er skrifuð. Þetta virðist hafa byrjað fyrir um einni klukkustund síðan og þá fór óróinn í kringum Grímsfjall að breytast. Þetta er ekki eins skörp breyting og varð rétt áður en eldgosið sem varð í Grímsfjalli í Maí 2011. Þessi breyting á óróanum er hinsvegar mjög líklega í samræmi við þær breytingar á óróa sem má búast við þegar kvika fer af stað innan í eldstöðvarkerfi. Jarðskjálftavirkni hefur verið í lágmarki síðustu 24 klukkustundirnar.

Óróinn á SIL stöðinni við Grímsfjall. þar sést snögg breyting á óróanum síðasta klukkutímann á blá, græna og fjólubláa óróanum
Óróinn í Grímsfjalli fyrir um klukkutíma síðan (þessi grein er skrifuð um klukkan 17:50 þann 04-Desember-2021). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástandið núna er þannig að eingöngu er hægt að fylgjast með því. Stundum verður eldgos eftir jökulfljóð í Grímsfjöllum. Stundum gerist ekki neitt og það er ekki hægt að segja til um það núna hvað mun gerast.