Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá

Ég hef verið að bíða eftir upplýsingum um stöðu mála í Grímsfjalli í dag. Í gær (05-Desember-2021) uppgötvaðist nýr ketill í Grímsfjalli. Það er óljóst hvernig þessi ketlill myndaðist en hugsanlegt er að þarna hafi orðið eldgos sem náði ekki upp úr jöklinum. Óróagögnin er mjög óljós um hvort að það hafi orðið lítið eldgos þarna. Klukkan 06:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli og ég náði að mæla þennan jarðskjálfta mjög illa á jarðskjálftamæli hjá mér og sú mæling bendir til þess að sá jarðskjálfti hafi komið til vegna kvikuhreyfinga í Grísmfjalli.

Jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli í miðjunni á Vatnajökli. Græn stjarna sýnir jarðskjálftann með stærðina Mw3,6.
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til hvað gerist í eldstöðinni. Það gætu verið margir mánuðir til ár áður en það fer að gjósa í Grímsfjalli. Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsfjalli en það getur breyst án fyrirvara og viðvörunnar.