Jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu

Í dag (7. Júlí 2025) klukkan 04:38 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4. Þessi jarðskjálftahrina varð nálægt svæði sem heitir Árnes. Meira en tugur jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Það eru engar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist í sumarhúsum sem eru á þessu svæði en það er ekki hægt að útiloka að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist.

Græn stjarna þar sem stærsti jarðskjálftinn er á kortinu. Auk gulra punkta sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan vestur af Heklu í Árnesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég held að þessi jarðskjálfti sé ekki merki um stærri jarðskjálfta á þessu svæði. Þar sem stærri jarðskjálftar á Suðurlandsbrotabeltinu verða oft án mikillar viðvörunnar. Þessari jarðskjálftahrinu virðist núna vera lokið.

Jarðskjálfti fannst á suðurlandi

Aðfaranótt að 30-Desember-2021 klukkan 04:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálfti fannst á Selfossi og í Hveragerði. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna til hægri þar sem stærsti jarðskjálftinn varð auk rauðra punkta sem sýnir minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert eldfjall á þessu svæði og því er jarðskjálftavirknin þarna eingöngu vegna flekahreyfinga. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær jarðskjálftavirknin endar á þessu svæði. Þessi jarðskjálftavirknin gæti verið eftirskjálftavirkni eftir jarðskjálftana með Mw6,3 sem urðu þarna árið 2008. Þessi jarðskjálftahrina mun halda áfram í nokkra daga og jafnvel í einhverjar vikur en mun líklega enda hægt og rólega.

Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu

Jarðskjálftinn sem varð í dag (11-Nóvember-2021) klukkan 13:21 með stærðina Mw5,2 virðist raða sér á sprungu sem er í sömu stefnu og sprungur á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en sprungu sem er hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Hækkun á óróanum á 2 – 4Hz sem sást á nokkrum nálægum SIL stöðvum er aftur farinn að lækka og byrjaði að lækka fljótlega eftir að stóri jarðskjálftinn varð. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er farin að minnka aftur en getur aukist á ný án viðvörunnar.

Lesa áfram „Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu“

Jarðskjálfti norður af Hveragerði

Klukkan 01:28 þann 27-Október-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 rétt um 4 km norður af Hveragerði. Þessi jarðskjálfti fannst greinilega í bænum. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón samkvæmt fyrstu fréttum.

Jarðskjálfti norður af Hveragerði sýndur með grænni stjörnu á korti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálfti norður af Hveragerði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni. Það er einnig algengt að á suðurlandsbrotabeltinu verði örfáir jarðskjálftar en síðan gerist ekkert meira.

Jarðskjálftahrina nærri Hveragerði (Suðurlandsbrotabeltið)

Í dag (10-Janúar-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 um 4,9 km austan við Hveragerði. Jarðskjálftinn fannst á stóru svæði. Örfáir minni eftirskjálftar hafa komið fram í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum.


Jarðskjálftahrinan austan við Hveragerði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þetta sé forskjálfti sem er þarna eða bara venjulegur jarðskjálfti. Minnsta tímabil milli jarðskjálfta á Suðurlandsbrotabeltinu eru 10 til 13 ár og síðast urðu þarna tveir jarðskjálftar í Maí 2008 með stærðina Mw6,3.

Jarðskjálftamælanir hjá mér eru ekki virkir vegna hugbúnaðarvandamála í GPS klukkum. Ég mun laga það vandamál í Mars þegar ég er fluttur aftur til Íslands.

Lítil jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) rúma 6 km norð-austur af Selfossi

Í dag (13-Febrúar-2018) um klukkan 08:00 hófst jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) rétt rúmlega 6 km norð-austur af Selfossi. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina 2,8 og fannst á Selfossi og nágrenni.


Jarðskjálftahrinan á suðurlandsbrotabeltinu rúmlega 6 km norð-austur af Selfossi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast varð jarðskjálftahrina á þessu svæði þann 21-Október-2017 (grein um þá jarðskjálftahrinu er að finna hérna). Ekkert tjón hefur verið tilkynnt vegna þessar jarðskjálftahrinu og það á heldur ekki að búast við tjóni þarna í kjölfarið á svona litlum jarðskjálftum.

Kröftug jarðskjálftahrina á suðurlandi í gær (20-Október-2017) – smá tjón tilkynnt

Í gær (20-Október-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og ekki er hægt að útiloka stærri jarðskjálfta frá því að eiga sér stað á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á suðurlandi síðustu 48 klukkustundir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 4,1 en það hafa orðið fjórir jarðskjálftar með stærðina 2,9. Tjón kom varð í gær þegar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað en helsta tjónið felst í lausamunum sem féllu um og duttu í gólf og brotnuðu auk þess sem myndir skekktust á veggjum. Að auki var tilkynnt um símasambandsleysi á Stokkseyri í einhverja stund eftir stærsta jarðskjálftann en símasamband komst aftur á nokkru síðar samkvæmt frétt Rúv. Stærsti jarðskjálftinn fannst alla leið til Reykjavíkur og Akranes og austur til Hellu samkvæmt fréttum.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina þýðir að nýtt tímabil jarðskjálftavirkni sé að hefjast á suðurlandsbrotabeltinu. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu mánuðum hvort að það sé raunin eða ekki.