Kröftug jarðskjálftahrina á suðurlandi í gær (20-Október-2017) – smá tjón tilkynnt

Í gær (20-Október-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og ekki er hægt að útiloka stærri jarðskjálfta frá því að eiga sér stað á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á suðurlandi síðustu 48 klukkustundir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 4,1 en það hafa orðið fjórir jarðskjálftar með stærðina 2,9. Tjón kom varð í gær þegar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað en helsta tjónið felst í lausamunum sem féllu um og duttu í gólf og brotnuðu auk þess sem myndir skekktust á veggjum. Að auki var tilkynnt um símasambandsleysi á Stokkseyri í einhverja stund eftir stærsta jarðskjálftann en símasamband komst aftur á nokkru síðar samkvæmt frétt Rúv. Stærsti jarðskjálftinn fannst alla leið til Reykjavíkur og Akranes og austur til Hellu samkvæmt fréttum.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina þýðir að nýtt tímabil jarðskjálftavirkni sé að hefjast á suðurlandsbrotabeltinu. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu mánuðum hvort að það sé raunin eða ekki.