Lítil jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) rúma 6 km norð-austur af Selfossi

Í dag (13-Febrúar-2018) um klukkan 08:00 hófst jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) rétt rúmlega 6 km norð-austur af Selfossi. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina 2,8 og fannst á Selfossi og nágrenni.


Jarðskjálftahrinan á suðurlandsbrotabeltinu rúmlega 6 km norð-austur af Selfossi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast varð jarðskjálftahrina á þessu svæði þann 21-Október-2017 (grein um þá jarðskjálftahrinu er að finna hérna). Ekkert tjón hefur verið tilkynnt vegna þessar jarðskjálftahrinu og það á heldur ekki að búast við tjóni þarna í kjölfarið á svona litlum jarðskjálftum.