Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Vatnafjöllum

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Vatnafjöllum og stærstu jarðskjálftar síðustu daga voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið síðustu daga hafa verið minni að stærð. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið fundist á nálægum sveitarbæjum og síðan á Hvolsvelli og á Hellu.

Jarðskjálftavirknin suður af Heklu sýnd með grænum stjörnum sem eru ofan á hverri annari. Þarna er einnig talsvert af bláum puntkum sem sýna eldri jarðskjálfta síðustu 48 klukkutímana.
Jarðskjálftavirknin suður af Heklu í Vatnafjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu daga þá hefur jarðskjálftavirknin verið aðeins að færast norður og það er ekki alveg ljóst afhverju það er að gerast. Engar breytingar hafa orðið á eldstöðinni Heklu. Það varð einnig minniháttar jarðskjálftahrina í eldstöðinni Heklu fyrir nokkrum dögum en það breytti ekki neinu þar. Það er áframhaldandi hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði. Hvenær slíkur jarðskjálfti yrði er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.