Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Vatnafjöllum og stærstu jarðskjálftar síðustu daga voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið síðustu daga hafa verið minni að stærð. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið fundist á nálægum sveitarbæjum og síðan á Hvolsvelli og á Hellu.
Síðustu daga þá hefur jarðskjálftavirknin verið aðeins að færast norður og það er ekki alveg ljóst afhverju það er að gerast. Engar breytingar hafa orðið á eldstöðinni Heklu. Það varð einnig minniháttar jarðskjálftahrina í eldstöðinni Heklu fyrir nokkrum dögum en það breytti ekki neinu þar. Það er áframhaldandi hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði. Hvenær slíkur jarðskjálfti yrði er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.